02/11/2024

Litið á leikæfingu

Frumsýning Leikfélags Hólmavíkur, Tónskóla Hólmavíkur og Grunnskólans á Hólmavík á hinu geysivinsæla leikverki Dýrin í Hálsaskógi eftir Norðmanninn Thorbjørn Egner nálgast nú óðfluga. Uppsetningin er samstarfsverkefni fyrnefndra  stofnana og félags, en leikstjóri er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og tónlistarstjóri er Bjarni Ómar Haraldsson. Frumsýnt verður í félagsheimilinu á Hólmavík nk. föstudag, þann 14. mars kl. 19:00. Önnur sýning verður einnig í félagsheimilinu 15. mars kl. 15:00 og síðasta sýningin fer síðan fram í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á pálmasunnudag kl. 17:00. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is kíkti á fjöruga æfingu í gærkvöldi og smellti af nokkrum myndum.

1

Bakaradrengurinn og Bangsli litli (Daníel og Magnús).

bottom

Hér mætast kynslóðir – og fjölskyldur. Kristján Sigurðsson og Agnes Kristjánsdóttir hamra á hljóðfærin.

Nokkrir snillingar sjá um hljóðið – Lárus Orri Eðvarðsson er einn af þeim.

frettamyndir/2008/580-dyrinaefing2.jpg

Leikæfingar geta verið langar og strangar. Hér sefur Bóndinn (Jón Gústi Jónsson) svefni hinna ranglátu.

frettamyndir/2008/580-dyrinaefing4.jpg

Stórleikarinn Einar Indriðason fer listilega með hlutverk Mikka Refs.

frettamyndir/2008/580-dyrinaefing6.jpg

Marteinn Skógarmús (Arna Margrét Ólafsdóttir) er helsti verkalýðsforkólfurinn í Hálsaskógi.

Hópurinn eins og hann leggur sig – nema hundurinn Habbakúk (leikinn af Jóni Jónssyni). Hann er of vitlaus til að vera með í svona virðulegri myndatöku.

Ljósm. Arnar S. Jónsson