22/12/2024

Listsýning á Hamingjudögum

TeikningNú er undirbúningur fyrir Hamingjudaga á Hólmavík kominn á fulla ferð og þar með talinn undirbúningur fyrir Listsýningu sem hefur verið hluti af hátíðinni frá upphafi. Þær Hildur Guðjónsdóttir og Ingibjörg Emilsdóttir hafa tekið að sér að sjá um undirbúning og skipulagningu Listsýningarinnar, en að þeirra sögn verður hún með svolítið öðruvísi sniði en undanfarin tvö ár. Í ár verður leitast við að banda saman ólíkri list, efniviði og tækni í eina sýningu í einu rými í bland við kaffihúsastemningu og lifandi tónlist.

Þeir sem hafa áhuga á að koma fram með tónlist, gjörning, verk, muni eða annað eru vinsamlega beðnir um að snúa sér til Hildar og Ingu fyrir 11. júní næstkomandi. Þær gefa einnig nánari upplýsingar um Listsýninguna.

Hildur s. 661-2010, netfang: hilgudjo@khi.is
Inga s. 695 4743, netfang: inga@holmavik.is

Listaverk

atburdir/2006/580-listasyning10.jpg

atburdir/2006/580-listasyning8.jpg

Ljósmyndir frá listsýningu í skólanum í fyrra – ljósm. Arnar S. Jónsson