Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar var samþykktur í dag. Jón Bjarnason, alþingismaður skipar fyrsta sæti listans og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur á Tálknafirði er í öðru sæti listans. Einn Strandamann er að finna á lista VG í NV kjördæmi, fyrir utan Jón Bjarnason sem er einnig fæddur og uppalinn á Ströndum, en það er Rósmundur Númason á Hólmavík sem skipar 10. sætið á listanum. Röðun allra frambjóðanda í sæti má sjá hér að neðan.
1 Jón Bjarnason, alþingismaður
2 Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur, Tálknafirði
3 Björg Gunnarsdóttir, landfræðingur, Hvanneyri
4 Ásmundur Daðason, bóndi, Lambeyrum
5 Jenný Inga Eiðsdóttir, ljósmóðir, Sauðárkróki
6 Hjördís Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur, Akranesi
7 Guðmundur Jónsson, tónlistarmaður, Syðra Ósi
8 Lárus Ástmar Hannesson, kennari, Stykkishólmi
9 Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Ísafirði
10 Rósmundur Númason, verkstjóri, Hólmavík
11 Rún Halldórsdóttir, læknir, Akranesi
12 Halldór Brynjúlfsson, bifreiðarstjóri, Borgarnesi
13 Telma Magnúsdóttir, háskólanemi, Steinnesi
14 Hákon Frosti Pálmason, háskólanemi, Sauðárkróki
15 Gunnar Njálsson, sjómaður, Grundarfirði
16 Harpa Kristinsdóttir, stuðningsfulltrúi, Hofsósi
17 Lilja Rafney Magnúsdóttir, verkakona, Suðureyri
18 Jón Fanndal Þórðarson, verslunarmaður, Hnífsdal