Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi var haldið að Reykjum í Hrútafirði helgina 25.-26. nóvember. Jón Baldvin Hannibalsson hélt barátturæðu á þinginu og fundarmenn unnu í hópum að stefnumótunarvinnu. Þingið var fjölmennt og greinilegt að hugur er í Samfylkingarfólki í kjördæminu, því markmið þeirra er að ná inn þremur þingmönnum í vor. Formaður kjörnefndar kynnti tillögu nefndarinnar að lista Samfylkingarinnar næsta vor á þinginu og var hann samþykktur samhljóða.
Listi Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningar 2007:
1 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi.
2 Séra Karl V Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík.
3 Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki.
4 Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, Ísafirði.
5 Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, Bolungavík.
6 Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur og lektor, Snæfellsbæ.
7 Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor, Sauðárkróki.
8 Jóhannes Freyr Stefánsson, húsasmiður, Borgabyggð.
9 Bryndís Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri, Ísafirði.
10 Árný Þóra Árnadóttir, matvælafræðingur, Blönduósi.
11 Einar Gunnarsson, kennari, Stykkishólmi.
12 Guðmundur Theódórsson, heldri borgari, Blönduósi.
13 Harpa Finnsdóttir, starfsmaður á leikskóla, Snæfellsbæ.
14 Páll Finnbogason, vélstjóri, Patreksfirði.
15 Ingigerður Jónsdóttir, kjötiðnaðarmaður, Borgarbyggð.
16 Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Ísafirði.
17 Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, Reykhólum.
18 Jóhann Ársælsson, alþingismaður, Akranesi.