23/12/2024

Listasýningin The Factory í Djúpavík


Í sumar er listasýningin The Factory í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík og verður opin til 31. ágúst. Um er að ræða fjöllistasýningu þar sjá má margvísleg listaverk, ljósmyndir, málverk, hljóðverk, innsetningar og myndbandalist. Sýningin er samsýning 16 erlendir listamanna og listahópa. Listasýning ársins 2018 er sú þriðja undir samheitinu The Factory. Hún er opin daglega frá 9 til 18.30 og aðgangur ókeypis. Gengið er inn um tröppur sem snúa að fossinum ofan við Djúpavík.

Það er full ástæða til að kíkja við á listasýningunni The Factory í Djúpavík – ljósm. Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is