Bryggjuhátíðin á Drangsnesi er laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Oft hafa sýningar hátíðarinnar opnaðar fyrr og nú hefur málverkasýning Gestar Eyjólfssonar og handverkslistsýning Gunnars Eyjólfssonar verið sett upp í Grunnskólanum á Drangsnesi og verður sýninging opin eftir því sem fólk vill fram að Bryggjuhátíð. Með opnun þetta snemma gest fóki betri tími til að njóta sýninganna sem í boði eru og þá oft í betra næði en á sjáfan bryggjuhátíðardaginn. Þeir Gestur og Gunnar Eyjólfssynir eru bræður og ættaðir frá Skarði í Bjarnarfirði. Og fyrir þá sem hafa áhuga á smá ættfræði þá eru þeir synir Halldóru Hjartardóttur og Eyjólfs Bjarnasonar frá Skarði.
Gestur Eyjólfsson með eitt málverka sinna
Gunnar Eyjólfsson setur saman eitt verka sinna – ljósm. Jenný Jensdóttir