23/12/2024

Línur lítið farnar að skýrast í kjöri á Strandamanni ársins

Minnt er á kosningu á Strandamanni ársins sem stendur nú sem hæst. Tilgangurinn með kjörinu er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu og er vel þess virði að rifja upp liðið ár og velta fyrir sér dugnaðarforkum, jákvæðni og framtaki sem settu svip á Strandir 2009. Gefst tækifæri til að skila inn tilnefningu fram að klukkan 12:00 á hádegi föstudaginn 15. janúar með því að fylla út formið sem er að finna undir þessum tengli. Allir Strandamenn nær og fjær eru hvattir til að taka þátt og tilnefna fólk sem á hrós skilið, en í síðari umferð verður valið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá.