22/12/2024

Líkur á smiti við dúntekju afar litlar

ÆðarkollaTalið er að fuglaflensan alræmda sem skelfir heimsbyggðina um þessar mundir nái til Íslands í vor, því hefur sóttvarnalæknir í samvinnu við Landbúnaðarstofnun og Umhverfisstofnun sent frá sér ráðleggingar varðandi fuglaflensu. Þar kemur m.a. fram að fuglaflensa er sjúkdómur í fuglum og berist fyrst og fremst á milli fugla og að líkur á að almenningur smitist af fuglaflensu af villtum fuglum, eða öðrum dýrategundum eins og köttum, eru nánast engar. Þrátt fyrir það er mælt með vissum hreinlætis- og varúðar­rástöfunum til að draga enn frekar úr líkum á að fuglaflensusmit berist í menn.

Á síðu landlæknisembættisins er  fjallað um sjúkdóminn. Þar kemur m.a. fram að líkur á smiti við dúntekju teljast afar litlar. Þegar fuglaflensan hefur greinst á Íslandi er hins vegar ráðlegt að vera með einnota hanska eða gúmmihanska sem hægt er að þrífa við dúntekju og þvo sér vel eða bera spritt á hendur eftir að hanskar hafa verið fjarlægðir. Á tenglunum hér að neðan er hægt að nálgast spurningar og svör um fuglaflensuna landlæknisembættisins og almennar ráðleggingar auk ráðlegginga til eigenda alifugla um hvernig er farsælast að bera sig að, ef flensan berst til landsins.

Spurningar og svör um fuglaflensu
Almennar ráðleggingar um fuglaflensu
Ráðleggingar til eigenda alifugla

Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni (WHO) þá hefur sjúkdómurinn greinst í 170 mönnum í öllum heiminum frá því í janúar 2004 en sjúkdómurinn kom fyrst fram í SA-Asíu og eru langflest tilfellin úr þeim heimshluta. Af þessum 170 tilfellum er skráð 95 dauðsföll. Þetta hættulega afbrigði fuglaflensunnar hefur einnig greinst í einum manni í Írak og 12 tilfellum í Tyrklandi með alls 5 mannslátum sem öll greindust á þessu ári. Hér að neðan er tengill inn á fróðlega töflu sem er vistuð á fréttavef BBC þar sem hægt er að skoða útbreiðslu sjúkdómsins eftir löndum og heimshlutum.

BBC – útbreiðsla fuglaflensunnar