23/12/2024

Lífæðin hefur útsendingar á hádegi

Vestfirska menningarútvarpið Lífæðin FM hefur útsendingar sínar þetta árið í dag, miðvikudaginn 7. desember kl. 13:00. Hlustunarsvæðið nær yfir alla þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, auk þess sem hægt verður að hlusta á Lífæðina FM á netinu og á höfuðborgarsvæðinu og mun það eflaust falla vel í kramið á burtfluttum Vestfirðingum. Þórður Vagnsson í Bolungarvík er útvarpsstjóri Lífæðarinnar FM. Útsendingartíðnin á Hólmavík og Drangsnesi er 97,5 MHz en á Reykhólum og nágrenni er útsendingatíðnin 103,5 Mhz.