05/11/2024

Leitin að Hamingjulaginu 2007

Sigurvegarar 2006Menningarmálanefnd Strandabyggðar hefur ákveðið að efna til dægurlagasamkeppni í tilefni af bæjarhátíðinni Hamingjudagar á Hólmavík, sem fram fer dagana 29. júní – 1. júlí 2007. Þetta er í þriðja skiptið sem lagakeppni er haldin af þessu tilefni og í annað skiptið sem keppnin fer fram með því fyrirkomulagi að lögin séu sungin lifandi við undirspil af geisladisk í sérstakri úrslitakeppni.

Skila þarf lögum á geisladisk til Menningarmálanefndar fyrir 16. maí 2007 merkt Hamingjudagar á Hólmavík – Lagasamkeppni 2007, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík. Úrslitakeppnin fer svo fram í félagsheimilinu á Hólmavík 19. maí n.k. og  munu áhorfendur velja sigurlagið. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leiti um Hólmavík eða Hamingjudaga.

Allar nánari upplýsingar um reglur og fyrirkomulag keppninnar má finna á heimasíðu Hamingjudaga www.hamingjudagar.is eða með því að hafa samband við framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Bjarna Ómar Haraldsson í síma  892-4666. Einnig má senda póst á póstfangið hamingjudagar@holmavik.is.