02/11/2024

Leitarhundar æfðir á Steingrímsfjarðarheiði

Um síðustu helgi fór fram æfing fyrir björgunarsveitarmenn og leitarhunda á Steingrímsfjarðarheiði þar sem æfð var björgun úr snjóflóðum. Á æfinguna mættu 8 leitarhundar og eigendur þeirra. Björgunarsveitin Dagrenning hjálpaði til og hópurinn gisti í Björgunarsveitarhúsinu. Ólafur Tryggvason var á gröfu á heiðinni og gróf holur fyrir björgunarliðið og Guðjón Þórólfsson og Sigrún Kristinsdóttur á Hólmavík léku fórnarlömb á laugardeginum. Úlfar Pálsson skipulagði æfinguna, en nánar er sagt frá henni á vefsíðunni www.snerpa.is/hundar.

Á Steingrímsfjarðarheiði á laugardaginn – ljósm. Ester Sigfúsdóttir.