22/12/2024

Leitað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Minnt er að að nú nálgast frestur til að skila inn tilnefningum til umhverfisviðurkenninga sem Umhverfisnefnd Strandabyggðar hyggst veita þann 17. júní í sunar til þeirra sem þykja til fyrirmyndar og skara fram úr í umgengni og snyrtimennsku við hýbýli sín og fyrirtæki. Nefndin leitar til íbúa með tilnefningar til þessara viðurkenninga og er hægt að senda inn tilnefningar hér á vefnum. Veittar verða viðurkenningar í þremur flokkum, fyrir hús í þéttbýli, bændabýli, fyrirtæki og stofnanir. Margir hafa verið að huga að umhverfinu í góða veðrinu síðustu daga og umhverfið tekið stakkaskiptum til hins betra.