23/12/2024

Leiksýning í kvöld fellur niður

Í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Hólmavíkur kemur fram að ekkert verður af sýningu á gamanleikritinu Fiskar á þurru landi á Hólmavík í kvöld, vegna ónógra pantana. Þeim sem hugðust skella sér á leikrit í kvöld er bent á lokasýningu leikritsins sem verður í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi kl. 21:00 á þriðjudaginn kemur. Leikritið Fiskar á þurru landi er gamanleikrit eftir Árna Ibsen og eru leikendur fjórir.