22/12/2024

Leiksýning í kirkjunni

Stopp-leikhópurinn verður með sýningu í kirkjunni á Hólmavík á mánudaginn á leikritinu Við guð erum vinir. Sýningin er einkum ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára, en allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Leiksýningin hefst kl. 13:00 og er tæplega hálftími á lengd.