22/12/2024

Leiksýning í Bolungarvík og Trékyllisvík


Leikfélag Hólmavíkur leggur land undir fót um helgina og sýnir tvær síðustu sýningarnar á uppsetningu vetrarins, sem var gamanleikurinn Makalaus sambúð eftir Neil Simon í leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar. Fyrri sýningin er í Bolungarvík föstudagskvöldið 7. júní og hefst kl. 20:00 og sú seinni er laugardagskvöldið 8. júní í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík og hefst einnig kl. 20:00. Átta leikarar taka þátt í uppsetningunni. Félagar í Leikfélagi Hólmavíkur vonast til að sjá sem flesta leikhúsgesti á leikferð sinni um Vestfirði.