Menningarmálanefnd Strandabyggðar óskar eftir þátttakendum í leiksmiðju sem starfrækt verður í nokkra daga fyrir og um Hamingjudaga. Stjórnandi leiksmiðjunnar er Harpa Hlín Haraldsdóttir. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Bjarna Ómar sem allra fyrst í síma 892-4666 eða 465-1344 eða í síðasta lagi sunnudagskvöldið 24. júní. Að sama skapi er auglýst eftir þátttakendum í söngvakeppni fyrir aldurshópinn 10 – 12 ára sem fram fer á útisviðinu á Hamingjudögum. Stórsöngkonan Heiða Ólafsdóttir mun leiðbeina þátttakendum og aðstoða þá við lagaval og fleira.
Nánari upplýsingar um keppnina og skráning fer einnig fram hjá Bjarna Ómari.