22/12/2024

Leikskólabörn í gönguferð

Það var falleg sjón sem húsráðandi á Höfðagötu 7 sá þegar hún kíkti út í góða veðrið í morgun. Þarna komu fóstrurnar á leikskólanum, þær Alda, Kolla og Hlíf, röltandi með fullt af litlum börnum í bandi og hélt hvert í sína lykkju. Þau voru í skoðunarferð og voru strax til í að stilla sér upp með Grýlu og Leppalúða sem búa á tröppum hússins. Þau skötuhjú urðu mjög glöð að fá mynd af sér með öllum þessum börnum og brostu út að eyrum. Það eru sirka 100 ár síðan þau höfðu þann leiða sið að éta börn, en í dag þurfa þau ekkert að éta og eru oftast í þessu fína skapi.

Leikskólabörnin og Grýla og Leppi – ljósm. Ásdís Jónsdóttir