22/12/2024

Leikjanámskeið Náttúrubarnaskólans og Strandabyggðar

klappakollu

Í júní verða tvö leikjanámskeið í Náttúrubarnaskólanum í Sævangi við Steingrímsfjörð í samstarfi við sveitarfélagið Strandabyggð. Fyrri vikan er dagana 13.-16. júní frá klukkan 13:00-17:00 (4 dagar). Seinni vikan er svo 20.-24. júní 13:00-17:00 (5 dagar). Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Þau eru niðurgreidd af sveitarfélaginu Strandabyggð og kostar 7000.- á fyrra námskeiðið og 10.000.- á það seinna fyrir börn búsett í Strandabyggð, en verð fyrir aðra er 12.000.- og 15.000.-

Náttúrubarnastrætó mun ganga frá Grunnskólanum á Hólmavík og út á Sauðfjársetur kl. 12:45 alla dagana og til baka til Hólmavíkur eftir námskeiðið. Kökur og djús eru innifaldar svo enginn verður svangur. Það borgar sig að vera vel klæddur fyrir mikla útivist. Þessi námskeið innihalda fleiri leiki en hefðbundin Náttúrubarnaskólanámskeið en engu að síður munum við líka skoða náttúruna, fara í gönguferðir og gera fleira skemmtilegt. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Skráning á námskeiðin fer fram í s. 661-2213 (Dagrún Ósk) eða s. 846-0210 (Íris) , á natturubarnaskoli@gmail.com eða á facebook.com/natturubarnaskolinn.