22/12/2024

Leikfélag Hólmavíkur með upplestur úr bókum í KSH


Leikfélag Hólmavíkur verður með upplestur úr nýjum bókum í verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík, föstudagana 14. desember og 21. desember og á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. desember. Lestur hefst um 16.30 umrædda daga. Þann 14. desember verður lesið upp úr bókunum Húsið eftir Stefán Mána, Grímsævintýri eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Svo mjúkt er grasið eftir Ásu Ketils, Strandir eftir Gerði Kristnýju, Mensalder eftir Bjarna Harðar, Herbergi eftir Emmu Donoghue og Stuð vors lands eftir Dr. Gunna.