30/10/2024

Leikfélag Hólmavíkur 30 ára í dag

Fögnuður - Húrra krakkiÍ dag eru liðin 30 ár frá stofnun Leikfélags Hólmavíkur, en það var stofnað árið 1981. Ákvörðun Sýslunefndar Strandasýslu að halda svokallaða Menningarvöku sumarið 1981 kom eins og himnasending fyrir nýstofnað félagið og fyrsta leikritið var sýnt um sumarið, Björninn eftir Anton Tchekov. Félagsmenn í Leikfélagi Hólmavíkur hafa sett upp yfir 30 leikrit á árunum 30 og er haldið utan um verkefnin á vef félagsins á slóðinni www.holmavik.is/leikfelag. Einnig á félagið síðu á Facebook. Nú er verið að sýna farsann Með táning í tölvunni og er sýning á Hólmavík næstkomandi laugardagskvöld kl. 20:00.