21/11/2024

Leiðsögn um Strákatanga

580-strakatangi5

Sunnudaginn 19. júlí kl. 14 verður leiðsögn um Strákatanga í Steingrímsfirði (við Hveravík), en fornleifarannsóknir síðustu árin hafa leitt í ljós umfangsmiklar minjar um hvalveiðar við Íslandsstrendur á 17. öld. Það er Ragnar Edvardsson sem sér um leiðsögnina um svæðið og segir frá hvalveiðunum á 17. öld í víðu samhengi. Ragnar stjórnaði fornleifarannsóknunum á svæðinu á sínum tíma. Allir eru velkomnir á viðburðinn og þátttökugjald er ekkert, en viðburðurinn er þáttur í evrópsku menningarminjadögunum sem haldnir eru í öllum löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu.