23/12/2024

Leiðbeint um sveppatínslu í Kálfanesborgum

Í dag, fimmtudaginn 2. september kl. 17:00 er Hólmavíkingum og og nærsveitungum boðið að taka þátt í sveppaleiðangri í Kálfanesborgum sem þorpið Hólmavík stendur undir. Þeir sem hafa áhuga á því að vera með þurfa aðeins að mæta við Grunnskólanná staðnum þar sem lagt verður af stað. Það eru Rúna Stína Ásgrímsdóttir og Drífa Hrólfsdóttir sem ætla að leiðbeina um sveppatínslu og aðstoða eftir þörfum. Það sem hafa þarf meðferðis er ílát, t.d. karfa eða fata og lítill hnífur, einnig er gott að hafa eitthvað með til næringar og góða skapið. Allir velkomnir.