22/12/2024

Landsmót hagyrðinga í Stykkishólmi

Bragaþing, en svo kallast árlegt landsmót hagyrðinga, verður haldið í salarkynnum Hótels
Stykkishólms þann 3. september næstkomandi. Veislustjóri verður hinn
góðkunni Gísli Einarsson og verður dagskráin að venju fjölbreytt og vönduð og margt til gamans gert.
Meðal annars verða kveðnar rímur, gestir spreyta sig í hraðyrkingakeppni og svo fara fram pallborðsyrkingar, þar sem úrvalshagyrðingar úr öllum landshlutum
skiptast á skoðunum um ýmis málefni. Ragnar Ingi Aðalsteinsson verður
heiðursgestur mótsins og flytur ávarp sitt.
Fjölmargir landsþekktir snillingar ætla að taka þátt í fjörinu og gestir mótsins eru hvattir til að flytja vísur sínar.


Boðið verður upp á glæsilega þriggja rétta máltíð og miðaverðið er kr. 6.900. Að lokinni formlegri dagskrá leikur harmónikkuleikari fyrir dansi og allir eru velkomnir, sérstaklega er vonast eftir góðri þátttöku Vestlendinga. Mótsgestir skrái sig sem fyrst hjá Hermanni Jóhannessyni í netfanginu hremmi@gmail.com eða í síma 866-9000 og 434-7765 eða Sigrúnu Haraldsdóttur í netfanginu sigrunhar@simnet.is eða í síma 824-5311.
 
Þeir sem vilja hótelgistingu panti hana í netfanginu hotelstykkisholmur@hringhotels.is eða í síma 430-2100, en hótelið býður gestum mótsins gistingu á mjög sanngjörnu verði.