30/10/2024

Landsflug áfram á Gjögur?

Svo virðist sem Flugfélag Íslands hafi gert þau mistök í tilboði sínu til Ríkiskaupa í flug á Gjögur og Bíldudal að miða fjárhæðina við eitt ár en ekki þrjú eins og tekið var fram í útboðinu. Því má ætla að Flugfélagsmenn falli frá tilboði sínu og samið verði við þann sem næstlægst bauð sem er Landsflug ehf sem hefur sinnt þessu flugi síðustu árin. Ekki er þó alveg ljóst hvernig málið þróast, en nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þar að farið hafi verið yfir málið í gær, og ákvörðun Ríkiskaupa um framhaldið verði kynnt bjóðendum í dag. Hann sagði að reglur kvæðu á um að tilboð sem bærust væru bindandi.