30/10/2024

Landbúnaðarráðherra á Ströndum

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er framsögumaður á fundi sem haldinn verður á Café Riis annað kvöld, þriðjudaginn 28. febrúar. Um er að ræða fund um landbúnaðar- og þjóðmál sem haldinn er á vegum Félags ungra framsóknarmanna í Dalasýslu og Strandasýslu og Landbúnaðarráðuneytisins. Allir eru velkomnir á fundinn sem hefst kl. 20:00.