
Samstarf Bjargar og Elísabetar hófst haustið 2006 og hafa þær síðan haldið fjölmarga tónleika víða um land, m.a. á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju og í Hóladómkirkju, Listasumri á Akureyri, í Reykjavík, í Mývatnssveit og víða á Vestfjörðum.
Árið 2008 voru þær fulltrúar Íslands á norrænu tónlistarhátíðinni NICE á Englandi og komu fram í breska ríkisútvarpinu BBC. Síðastliðin þrjú ár hafa þær haldið tónleika í Strandarkirkju á Maríumessu og þetta er fimmta árið í röð sem þær halda tónleika í Sumartónleikaröð Hóladómkirkju. Í ár njóta þær liðsauka Hilmars Arnar Agnarssonar dómorganista í Landakotskirkju.