22/12/2024

Lagning ljósleiðara og þriggja fasa jarðstrengs í fullum gangi

ljósleiðari Tengill Hólmavík

Enn er unnið af kappi við lagningu ljósleiðara milli Brúar í Hrútafirði og Hólmavíkur, en stefnan er að ljúka lagningu á ljósleiðarastofnstreng með tengibrunnum fyrir heimtaugar að heimilum og fyrirtækjum fyrir áramót. Samhliða ljósleiðaranum er lagður þriggja fasa rafmagnsstrengur. Í síðustu viku voru starfsmenn Tengils að störfum á Hólmavík við að leggja ljósleiðara í gömul og ný rör út fyrir vegamótin að þorpinu og er meðfylgjandi mynd frá þeim framkvæmdum. Austfirskir verktakar, Orkubú Vestfjarða og Míla ná væntanlega að ljúka plægingu jarðstrengjanna milli Borðeyrar og Brúar í Hrútafirði í þessari viku, en samhliða er unnið að samsetningum, frágangi og merkingum. Er þá aðeins eftir að plægja niður stofnstrengi milli Þorpa í Steingrímsfirði og Hólmavíkur til að ljúka verkinu. Veðurfar á Ströndum í haust hefur verið þessu verkefni sérlega hagstætt.