22/12/2024

Lagfæringar við sundlaugina á Hólmavík framundan

Sundlaugin og Íþróttamiðstöðin á Hólmavík verða lokuð næstu þrjá daga vegna viðhalds en næstu daga verður unnið að lagfæringum á gangstéttunum í kringum sundlaugina og jafnframt verður lagður hitaþráður í þær. Sundlaugin opnar aftur föstudaginn 2. júní og verður eftir það sumaropnun frá kl. 9:00 – 21:00 alla daga fram á haust.