Tilboð voru opnuð í dag hjá Vegagerðinni í endurgerð um 15,9 km kafla á Vestfjarðavegi (60), frá Þverá í Kjálkafirði að slitlagsenda við Þingmannaá í Vatnsfirði. Alls bárust 19 tilboð en það lægsta sem barst var frá Heflun ehf og hljóðaði upp á rúmar 341 milljón. Það er einungis um tæp 59% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 580 milljónir. Verkinu skal að fullu lokið 30. nóvember 2010. Lista yfir bjóðendur sem birtur er á vef Vegagerðarinnar – www.vegagerdin.is – má finna hér að neðan:
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Arnartak ehf., Kópavogi | 805.182.500 | 138,8 | 463.955 |
Verktakafélagið Glaumur ehf., Garðabæ | 659.943.000 | 113,7 | 318.715 |
Landsverk ehf., Hafnarfirði | 646.391.300 | 111,4 | 305.163 |
Áætlaður verktakakostnaður | 580.240.000 | 100,0 | 239.012 |
Klæðning ehf., Hafnarfirði | 555.555.000 | 95,7 | 214.327 |
Skagfirskir verktakar ehf., Sauðárkróki | 520.238.000 | 89,7 | 179.010 |
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík | 517.499.415 | 89,2 | 176.271 |
Þróttur ehf., Akranesi | 503.800.000 | 86,8 | 162.572 |
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Selfossi | 487.000.000 | 83,9 | 145.772 |
Ístak hf., Reykjavík | 445.348.957 | 76,8 | 104.121 |
Héraðsverk ehf., Egilsstöðum | 444.000.000 | 76,5 | 102.772 |
Ásberg ehf., Mosfellsbæ | 443.614.400 | 76,5 | 102.386 |
Hektar hf., Kópavogi | 439.183.000 | 75,7 | 97.955 |
KNH ehf., Ísafirði | 427.757.655 | 73,7 | 86.530 |
Verktakar Magni ehf., Kópavogi | 416.488.200 | 71,8 | 75.260 |
Háfell ehf., Reykjavík | 399.941.075 | 68,9 | 58.713 |
Vélaleiga AÞ ehf., Reykjanesbæ | 399.580.000 | 68,9 | 58.352 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 389.516.000 | 67,1 | 48.288 |
Ingileifur Jónsson ehf., Reykjavík | 384.942.800 | 66,3 | 43.715 |
Heflun ehf., Lyngholti | 341.228.000 | 58,8 | 0 |