23/12/2024

Kynningarmyndband um Drangsnes

Unnið hefur verið vandað kynningarmyndband um ferðaþjónustu í Kaldrananeshreppi og er það komið í dreifingu á vefnum www.malarhorn.is. Einnig er hægt að skoða myndbandið á Facebook, t.d. á síðu Bryggjuhátíðarinnar á Drangsnesi, og á YouTube undir þessum tengli. Myndbandið er rúmar 8 mínútur að lengd. Meðfylgjandi myndir tók Auður Höskuldsdóttir á frumsýningu á myndbandinu á Drangsnesi fyrr á árinu, en þá var mikið um dýrðir á Malarkaffi og boðið upp á krækling og með honum.

Myndband

frettamyndir/2011/640-myndband4.jpg

frettamyndir/2011/640-myndband1.jpg

Frumsýning á Drangsnesi – ljósm. Auður Höskuldsdóttir