23/12/2024

Kynningarfundur V-listans kl. 18 á fimmtudag

Í fréttatilkynningu frá V-lista segir að svo óheppilega vilji til að fyrirhugaður kynningarfundur V-listans næstkomandi fimmtudagskvöld sé á sama tíma og íbúafundur sem sveitarstjórn Strandabyggðar standi fyrir: "Því hefur V-listinn ákveðið að flýta kynningarfundinum, svo allir sem áhuga hafa geti líka mætt á íbúafundinn. Snarpur kynningarfundur um framboð V-listans, frambjóðendur og stefnu þeirra verður því haldinn á Café Riis á Hólmavík fimmtudaginn 20. maí frá kl. 18:00-19:00. Fundarboðendum er vel ljóst að síðari hluti maí er hreint ekki heppilegur tími fyrir fundarhöld, sérstaklega ekki fyrir bændur og búalið. Þeir sem komast ekki á fundinn geta því fylgst með í gegnum netfundabúnað með því að smella á þennan tengil meðan á fundinum stendur."