22/12/2024

Kynningarfundur V-listans í Strandabyggð 20. maí

Nú er kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningar hafin í Strandabyggð.  V-listinn hefur unnið ötullega að því að móta stefnuskrá sína og íbúar sveitarfélagsins eiga nú von á dreifibréfi með kynningu á frambjóðendum listans. Einnig verður haldinn opinn kynningarfundur V-listans á Café Riis á Hólmavík fimmtudagskvöldið 20. maí, kl. 20:00, þar sem framboðið, frambjóðendur og helstu stefnumál þeirra verða kynnt. Allir eru hjartanlega velkomnir á fundinn og það verður heitt á könnunni.