26/12/2024

Kynningarfundur um skátastarf á Hólmavík


Kynningarfundur um skátastarf verður haldinn í Hnyðju á Hólmavík í dag, miðvikudaginn 7. nóvember kl 18:00. Á fundinn koma fulltrúar frá Bandalagi íslenskra skáta og skátafélaginu Stíganda í Dölunum og kynna skátastarf og skipulag þess. Ef áhugi reynist fyrir því hjá fundarmönnum, verður stofnun skátafélags á Hólmavík tekin fyrir í lok fundar. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum, bæði börnum og fullorðnum. Á fundinum verður börnum boðið að taka þátt í skemmtilegum leik.