22/12/2024

Kynningarfundur um húsafriðunarsjóð

1arri3

Fimmtudaginn 5. nóvember verður haldinn umræðufundur um húsafriðun og minjavernd í Sauðfjársetrinu í Sævangi og hefst hann kl. 20:00. Þar kynnir Einar Ísaksson minjavörður Vestfjarða Húsafriðunarsjóð og gefur ráð og leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast sækja um stuðning úr þeim sjóði, en umsóknarfrestur rennur út 1. desember næstkomandi. Á eftir verða almennar umræður um húsafriðun og minjavernd, en fundarstjóri verður Jón Jónsson þjóðfræðingur. Allir eru hjartanlega velkomnir á fundinn.