23/12/2024

Kynning á Vaxtarsprotum á súpufundi

solarlag

Fimmtudaginn 6. mars verður Nýsköpunarmiðstöð Íslands með kynningu á verkefninu Vaxtarsprotar á súpufundi á Hólmavík. Súpufundurinn er að venju haldinn á Café Riis og hefst kl. 12:05. Verkefnið Vaxtarsprotar er 38 stunda námskeið, kennt að mestu í gegnum tölvu, og er sniðið að öllum þeim sem vilja stofna fyrirtæki eða hleypa nýju verkefni af stokkunum. Nánar má fræðast um Vaxtarsprota á Vestfjörðum á þessari síðu.