22/11/2024

Kynna sér uppbyggingu Strandagaldurs

Góðir gestir frá Vardö í Noregi verða í heimsókn hjá Strandagaldri næstu tvo daga, en í Vardö er unnið að hugmyndavinnu við uppbyggingu galdrasýningar, en eins og kunnugt er þá fóru tveir fulltrúar Strandagaldurs til N-Noregs s.l. sumar til að koma á kynnum milli þessara aðila. Norðmennirnir munu vera á Ströndum í dag og á morgun og skoða uppbyggingu Galdrasýningar á Ströndum á Hólmavík og Bjarnarfirði ásamt því að funda með forsvarsmönnum verkefnisins. Stefnt er að samstarfi milli þessara aðila og að Strandagaldur komi náið að uppbyggingunni í Noregi. Það er ferðaskrifstofan Hexeria as í Noregi sem stendur fyrir verkefninu í Vardö ásamt systurfyrirtækinu Heksekonferansen.