22/12/2024

Kvótalausir smábátasjómenn veiða í mótmælaskyni

Á fréttavefnum ruv.is kemur fram að nokkrir kvótalausir smábátar héldu í morgun til veiða í mótmælaskyni, m.a. frá Hólmavík, Kópavogi og Sandgerði. Bátarnir eru í eigu útgerða innan Samtaka íslenskra fiskimanna en þau sendu sjávarútvegsráðuneyti erindi fyrr í mánuðinum sem ekki hefur verið svarað. Samtökin segja að samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða megi enginn stunda fiskveiðar í atvinnuskyni án þess að hafa almennt veiðileyfi. Hvergi í lögunum sé gerð krafa um að skip ráði yfir aflamarki.

 

Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau skip sem héldu til veiða í dag séu öll með almennt veiðileyfi og fullnægi því skilyrðum laganna.

Meðfylgjandi mynd var tekin í smábátahöfninni á Hólmavík í morgun.