Slökkvilið Hólmavíkur var kallað út á laugardaginn, eftir að kviknaði í heyi í hlöðu á bænum Miðhúsum í Kollafirði. Enginn var heima þegar eldurinn kom upp, en nágranni varð var við reyk. Slökkvistarfið tók um fjórar klukkustundir samkvæmt vefnum mbl.is og hjálpuðust bændur af nágrannabæjum og Slökkvilið Hólmavíkur að við slökkvistarf. Lögreglan á Vestfjörðum segir ekki ljóst hversu mikið tjón varð þarna en hús muni hafa sloppið að mestu án skemmda.