Viðburður verður í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu að Hafnarbraut 7 á Hólmavík fimmtudaginn 20. janúar 2011. Þá mun Hallvarður Herzog sem nú dvelur í Skelinni flytja kvikmyndatónverk sitt við Íslandsmynd Leo Hansen frá árinu 1929. Kristinn Schram forstöðumaður Þjóðfræðistofu fylgir myndinni úr hlaði. Hallvarður Herzog er tónskáld, en hann nam tónlist í Listaháskóla Íslands og var í framhaldsnámi við Listaháskóla í Brooklyn, sjá nánar www.hallvardurasgeirsson.com.
Íslandsmyndir er heiti á fjölbreyttum kvikmyndum sem eiga sameiginlegt að fjalla um Ísland og Íslendinga. Myndirnar eru margvíslegar að eðli: Fræðslumyndir, pólitískar áróðursmyndir, sölumyndbönd flugfélaga, fiskiðnaðarins eða landbúnaðarvöruframleiðenda og myndir sem skreyttu ræður farandfyrirlesara. Kvikmynd Leo Hansen er dæmi um það síðastnefnda.