22/12/2024

Kvikmynd um fjallaferðir í Árneshreppi

Um næstu helgi hefst sala kvikmyndarinnar Fjallaferðir í Árneshreppi á Ströndum en  myndin hefur verið í vinnslu undanfarin ár hjá Pálma Guðmundssyni frá Bæ og Vilhjálmi Knudsen kvikmyndagerðarmanni. Upphaflega stóð til að myndin yrði tilbúin fyrir einu ári en af ýmsum orsökum hefur það dregist þar til nú. Myndin er 117 mínútur að lengd og skiptist niður í fimmtán efnisþætti sem flestir eru um gönguleiðir í hreppnum. Vandað er til vinnslunnar og er m.a. að finna kort af öllum gönguleiðum sem fjallað er um í myndinni sem fæst bæði á DVD diski og á VHS myndbandi. Pálmi er höfundur myndefnis og leiðangursstjóri í ferðunum.

Myndin verður til sölu hjá stjórnarmönnum félags Árneshreppsbúa og einnig hjá umboðsmönnum víðsvegar um landið. Verð myndarinnar er 3.500 krónur.

Stjórnarmenn eru:

Snorri Torfason, formaður, Þingási 24, 110 Reykjavík, s: 660 3531 – snorri@la.is
Gíslína Gunnsteinsdóttir, gjaldkeri, Þingási 34, 110 Reykjavík, s: 567 2678 – gislina@penninn.is
Böðvar Guðmundsson, Brekkuhlíð 7, 220 Hafnarfirði, – bog@isholf.is
Hrönn Valdimarsdóttir, Brekkuhlíð 7, 220 Hafnarfirði, – bog@isholf.is
Ívar Benediktsson, Lágholti 11, 270 Mosfellsbæ, s: 669 1300 – iben@mbl.is
Kristmundur Kristmundsson, Jakaseli 27, 109 Reykjavík, s: 898 2441 – stalver@internet.is
Sigríður Halla Lýðsdóttir, Öldugötu 46, 220 Hafnarfirði, s: 555 4997
Þorgeir Benediktsson, Sílakvísl 2, 110 Reykjavík, s: 567 2175

Umboðsmenn:

Akranes – Páll Jónsson, s: 431 1790
Grundarfjörður – Unnur Pálína Guðmundsdóttir, s: 438 6656
Bolungarvík – Bjarnveig Samúelsdóttir, s: 456 7317
Ísafjörður – Ólafur Gísli Thorarensen, s: 456 3138, 866 4801
Árneshreppur – Margrét Jónsdóttir, Bergistanga
Hólmavík – Júlíana Ágústsdóttir, s: 451 3390
Drangsnes – Óskar Torfason, s: 451 3296
Akureyri – Linda Björk Guðmundsdóttir, s: 462 4009
Hella – Sigurvina Samúelsdóttir, s: 487 5870
Egilsstaðir – Guðjón Ólafsson, s: 699 5512 og 471 2103 – gutti@strik.is


Kápa kvikmyndarinnar