22/12/2024

Kvennakórinn Norðurljós með tónleika


Kvennakórinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 8. maí og hefjast þeir kl. 19.30.  Að þessu sinni mun Heiða Ólafs koma fram með kórnum. Undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason og stjórnandi Sigríður Óladóttir. Að venju býður kórinn upp á kaffihlaðborð að tónleikum loknum í félagsheimilinu á Hólmavík. Miðaverð 2000 fyrir fullorðna og 1000 fyrir börn.  Ekki er tekið við kortum.