22/11/2024

Kveikt á norska jólatrénu

Eins og mörg undanfarin ár komu Norðmenn frá vinabænum Hole með stórglæsilegt jólatré til Hólmavíkur. Það voru þeir Harald Farstad og Svend Otto Sundby sem afhentu tréð á formlegan hátt við Grunnskólann á Hólmavík nú fyrr í kvöld. Við athöfnina voru haldnar nokkrar stuttar ræður þar sem nokkrir Hólmvíkingar spreyttu sig á norskunni, en einnig sungu börn úr leikskólanum Lækjarbrekku við undirleik Bjarna Ómars Haraldssonar og börn úr 1.-2. bekk grunnskólans sungu við undirspil Kristjáns Sigurðssonar. Fjöldi fólks mætti þrátt fyrir talsverðan kulda og fylgdist með þegar kveikt var á jólatrénu.

1

bottom

atburdir/2006/580-jolatre.jpg

atburdir/2006/580-jolatre4.jpg

atburdir/2006/580-jolatre7.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson