22/12/2024

Kríuungar komnir úr eggjum

Kríuungi

Flestir kríuungar eru komnir úr eggjunum þetta vorið, eftir því sem fréttaritara strandir.saudfjarsetur.is virtist þegar hann rölti um varpið í Orrustutanga á Kirkjubóli í gær. Einstaka kríuegg var þó enn að finna og teistuungar voru ekki komnir úr eggjum. Eins var nokkuð um að æðarkollur lægju enn á hreiðri, en það er óvenjulegt á þessum árstíma, þótt alltaf sé ein og ein æðarkolla sem verpir mjög seint. Fuglalífið er þannig nokkrum dögum eða jafnvel vikum á eftir því sem venjulegast er um þetta leyti. Það sama á reyndar við um gróður, blóm og jurtir, sem er nokkuð á eftir því sem algengast er.

Kríuegg Kríuegg

 Kríuungar og egg – ljósm. Jón Jónsson