22/12/2024

Kristján vann – Siggi Marri næstur

Það er óhætt að segja að jólaseðillinn þetta árið hafi verið frekar strembinn og mikið um óvænt úrslit. Þeir Kristján Sigurðsson og Jóhann Áskell Gunnarsson stóðu sig því furðu vel miðað við erfiðar aðstæður og náðu að raka inn slatta af stigum – lokatölur urðu 5-3 Kristjáni í vil eftir harða baráttu. strandir.saudfjarsetur.is þakka Kela kærlega fyrir sitt innlegg í leikinn og óska honum velgengni í tippinu á nýju ári. Hann hefur þegar skorað á Liverpool – brjálæðinginn Sigurð Marinó Þorvaldsson á Hólmavík að spreyta sig næst og engar líkur eru á að Siggi Marri skorist undan því. Tippleikurinn verður í örstuttu áramótafríi um næstu helgi og því birtast engar spár í þessari viku, en þeir Kristján og Siggi verða í eldlínunni strax fyrstu helgina árið 2006. Stöðuna í leiknum ásamt síðustu úrslitum má sjá hér fyrir neðan, en þar hefur Jón Jónsson enn örugga forystu:

Staðan í leiknum:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2-3. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
2-3. Kristján Sigurðsson – 2 sigrar (1 jafnt.) 
4-5. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
4-5. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
6. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
7. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
8-11. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
8-11. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
8-11. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
8-11. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar

Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

KRISTJÁN

KELI

1. Liverpool – Newcastle  

1

1

X

2. Man. Utd. – WBA   

1

1

1

3. Wigan – Man. City

1

2

X

4. Sunderland – Bolton  

X

2

2

5. Portsmouth – West Ham

X

1

1

6. Middlesbro – Blackburn  

2

1

X

7. Aston Villa – Everton

1

1

2

8. Wolves – Reading

2

1

X

9. Sheff. Utd. – Norwich

2

2

1

10. Leeds – Coventry

1

2

1

11. Derby – Luton

X

1

2

12. Burnley – Stoke

1

1

1

13. Ipswich – C. Palace

2

1

1

5 réttir

3 réttir