22/12/2024

Kristinn H. í öðru sæti í Norðvesturkjördæmi

Kristinn H. GunnarssonKristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, hefur ákveðið að þiggja 2. sætið á framboðslista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í maí. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í morgun. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, verður í 1. sæti listans. Kristinn gekk í þingflokk Frjálslynda flokksins í gær. Sigurjón Þórðarson sem er þingmaður Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi og skipaði annað sæti listans síðast verður nú í leiðtogasætinu í Norðausturkjördæmi.