23/12/2024

Kristín, Harpa og Steini sigruðu í söngkeppni Ozon

IMG_8565

Söngkeppni Ozon sem er undankeppni fyrir söngvakeppnina Samvest á Vestfjörðum sem er undankeppni fyrir söngvakeppni Samfés var haldin á Hólmavík í kvöld. Alls voru sex söngatriði sem kepptu í kvöld og sungu Harpa Óskarsdóttir og Kristín Lilja Sverrisdóttir sigurlagið Best song ever og spilaði Friðsteinn Helgi Guðmundsson undir á gítar. Í öðru sæti var Sólrún Ósk Pálsdóttir sem söng Total eclipse of the heart. Í þriðja sæti urðu Trausti Rafn Björnsson og Sigfús Snævar Jónsson sem sungu texta eftir Trausta undir yfirskriftinni Hólmavíkurást við lagið International love. Allir keppendur stóðu sig afbragðs vel og sýndu fína takta. Söngkeppnin Samvest á Vestfjörðum verður haldin á Hólmavík 17. janúar næstkomandi. Í dómnefnd voru Mike Wagsjö, Högni Steinn Jóhannesson og Andrea Messíana Heimisdóttir. Kynnir var Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi.

IMG_8513 IMG_8519 IMG_8522 IMG_8525 IMG_8530 IMG_8543 IMG_8590 IMG_8602

Söngkeppni Ozon á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson