30/10/2024

Krakkar á Ströndum dugleg við myndbandagerð

Krakkar á Ströndum hafa verið dugleg við myndbandagerð síðustu vikur, því þeir eiga 6 myndbönd í myndbandakeppni Grunnskólanna sem 66°Norður halda. Nú er hægt að skoða myndböndin á síðunni http://www.66north.is/um-66nordur/frettir/nr/600/ og kjósa það myndband sem mönnum finnst best. Krakkar í elstu bekkjum Grunnskólans á Hólmavík eiga fjögur myndbönd í eldri flokki, nr. 12, 14, 19 og 29. Einnig er myndband frá Finnbogastaðaskóla nr. 2 í eldri flokki og nr. 5 í yngri flokki. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir besta myndbandið.