15/01/2025

Krakkadagur á Hólmavík 22. desember

Krakkarnir í 10. bekk í skólanum á Hólmavík eru að safna sér fyrir útskriftarferð og liður í því er að halda svokallaðan Kakkadag fyrir nemendur í 1.-4. bekk fimmtudaginn 22. desember. Tilvalið er leyfa börnunum að skreppa á Krakkadaginn og á meðan gefst næði til að undirbúa jólin. Klukkan 13:00 mæta krakkarnir í kirkjuhvamminn mjög vel klædd og með sleða eða þotu til að renna sér á. Þegar útiverunni lýkur rölta allir saman upp í Félagsheimili og fá sér heitt kakó, brauð og kökur. Þar verður svo jóla jóla stund, spilað og farið í leiki. 

Klukkan 16:00 skella allir sér í íþróttasalinn og hafa rosa fjör til klukkan 17:00, en þá fara allir heim. Þannig gott væri að krakkarnir kæmu með íþróttaföt í bakpoka þegar þau mæta um daginn.   

Verð fyrir fyrsta barn er 1500 kr, en 1000 kr. fyrir annað barn (ekki posi). Pantanir í síma 845-2892 hjá Stellu eða í síma 862-4275 hjá Söru fyrir klukkan 11:00 á fimmtudaginn.