22/12/2024

Kræklingur úr Steingrímsfirði á markað

Í gær var fyrsta útskipun á kræklingi frá Drangsnesi, en þá fór áhöfnin á Grímsey ST 2 og tók upp  8 tonn af krækling sem mun vera langmesta magn  sem flutt hefur verið út  frá Íslandi. Um er að ræða þriggja og fjögurra ára skel sem vaxið hefur og dafnað í Steingrímsfirði. Ef þessi sending tekst vel, vona menn að þarna sé markaður sem taki við meiru og er gert ráð fyrir að þá fari einn gámur á viku næstu vikurnar. Skelin verður tekin til hressingar eftir ferðalagið og dælt í hana sjó þannig að líftími hennar lengist verulega og um leið sá tími sem hún getur verið í hillum verslana í Evrópu. Fiskvinnslan Drangur ehf á Drangsnesi hefur nú einnig fengið vinnsluleyfi fyrir krækling og mun hefja pökkun á kræklingi á næstu mánuðum, en vöruþróun hefur verið í gangi síðustu mánuði.

Kræklingasjómenn

sjosokn/640-krakl3.jpg

sjosokn/640-kraekl1.jpg

Kræklingi landað á Drangsnesi – Ljósm. Óskar Torfason