22/12/2024

Kosningar nálgast

Nú nálgast sveitarstjórnar-kosningar, en þær verða haldnar þann 27. maí þetta árið. Af því tilefni vill vefurinn strandir.saudfjarsetur.is minna á að tekið er á móti aðsendum greinum sem tengjast kosningunum og þær birtar á vefnum. Á það jafnt við greinar frá framboðum eða frambjóðendum sem vilja kynna stefnumál sín og áherslur, stuðningsmönnum sem vilja mæla með einstökum framboðum og áhugamönnum um sveitarstjórnarmál sem vilja ræða einstök málefni eða beina spurningum til framboðanna.

Best er að senda greinar á strandir@strandir.saudfjarsetur.is og láta fylgja stafræna mynd af viðkomandi greinarhöfundi.